fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Enskir stuðningsmenn krefjast þess að úrslitaleikurinn verði spilaður aftur

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 12. júlí 2021 18:15

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir enskir stuðningsmenn krefjast þess nú að úrslitaleikur Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fór á Wembley í gær verði spilaður aftur.

England komst yfir strax í byrjun leiks með marki frá Luke Shaw en Ítalir jöfnuðu á 67. mínútu með marki frá Bonucci. Þá var gripið til framlengingar og loks vítaspyrnukeppni þar sem Ítalía hafði betur.

Enskir stuðningsmenn voru reiðir við Chiellini í framlengingunni en hann greip þá um hálsmálið hjá Bukayo Saka svo hann féll niður. Kappinn fékk gult spjald fyrir en margir kölluðu á að þetta væri rautt spjald. Nú hafa nokkrir stuðingsmenn gengið svo langt að búa til undirskriftarlista þar sem vonin er að UEFA láti endurtaka leikinn vegna þessa atviks.

Vilja stuðningsmenn meina að þarna hafi verið um klárt rautt spjald að ræða og leikurinn hefði spilast öðruvísi ef Ítalar hefðu verið einum færri. Vilja þeir að leikurinn verði endurtekinn með öðrum dómara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Í gær

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp