Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá er varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson á leið til Pisa í ítölsku Serie B.
Samningur hins 26 ára gamla Hjartar við Bröndby í Danmörku rann út fyrr í sumar.
Pisa hafnaði í 14. sæti Serie B á síðustu leiktíð. Breskur milljarðamæringur, Alexander Knaster, keypti 75 prósent hlut í Pisa í byrjun árs. Hann ætlar sér stóra hluti með félagið.
Hjörtur á að baki 22 leiki fyrir A-landslið Íslands. Þá á hann einnig fjölda leikja með yngri landsliðum.