Það virðist vera erfitt fyrir íslensk félög að finna leikmenn innanlands til að styrkja lið sín í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. Málið var rætt í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.
Þar var til að mynda talað um það að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sé búinn að ræða það mikið að hann ætli sér að styrkja sitt lið í glugganum. Það hefur þó ekki gengið upp.
,,Ég held að markaðurinn sé bara svolítið erfiður,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtakanna í þættinum.
Kristján Óli Sigurðsson tók í svipaðan streng. Hann sagði að HK, lið sem yfirleitt reynir að leita innanlands eftir leikmönnum, sé farið að horfa til útlanda.
,,Meira að segja HK, sem er lítið búið að spá í einhverjum útlendingum, eru að skoða fyrir utan landsteinanna. Það segir kannski bara hvernig markaðurinn er hérna heima.“