fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Tekist á í Tuborg-turninum – ,,Þetta er einhver lélegasti frasi sem ég hef heyrt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. júlí 2021 12:00

Arnar Sveinn. Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var tekist á í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag um það hvort rétt hafi verið af enskum landsliðsmönnum að taka silfurpeninginn af sér eftir tapið í úrslitaleik Evrópumótsins í gær.

Eins og flestir vita þá mættust England og Ítalía í úrslitaleik EM í gærkvöldi. Luke Shaw kom þeim ensku yfir strax á 2. mínútu en Leonardo Bonucci jafnaði leikinn um miðjan seinni hálfleik.

Ekki var hægt að skera úr um sigurvegara í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Ítalía vann svo í vítaspyrnukeppni.

Margir leikmenn enska landsliðsins rifu af sér silfurpeninginn sem þeir fengu afhentan eftir leik. Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtakanna, vill ekki sjá leikmenn gera slíkt.

,,Ef þú ert sigurvegari þá kanntu að tapa,“ sagði Arnar í nýjasta þætti Dr. Football.

Hörður Snævar Jónsson var ósammála, hann skildi ensku leikmennina vel. ,,Þetta er einhver lélegasti frasi sem ég hef heyrt.“

,,Þú sást hvaða maður hélt medalíunni um hálsinn, mesti sigurvegarinn í hópnum, Jordan Henderson,“ bætti Arnar þá við. ,,Sýndu bara smá virðingu, hafðu þetta um hálsinn, vertu á vellinum þegar Ítalía tekur á móti bikarnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta