fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Þvertekur fyrir að hafa ekki viljað taka víti

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. júlí 2021 10:40

Jack Grealish.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish segir það ekki satt að hann hafi ekki viljað taka vítaspyrnu í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítalíu í gær.

England tapaði fyrir Ítalíu í leiknum sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Þar brenndu Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka allir af.

Gareth Southgate hefur verið gagnrýndur fyrir það að láta unga og óreynda leikmenn á punktinn á svo stóru augnabliki. Þá hefur því verið velt upp hvort að reynslumeiri leikmenn hafi yfir höfuð viljað taka víti. Roy Keane gagnrýndi reynslumeiri leikmenn liðsins til að mynda.

Grealish segir að hann hafi svo sannarlega vilja fara á punktinn í vítaspyrnukeppninni.

,,Ég sagðist vilja taka spyrnu! Stjórinn tók svo margar frábærar ákvarðanir á þessu móti og hann gerði það einnig í kvöld. Ég ætla hins vegar ekki að hlusta á fólk segja að ég hafi ekki viljað taka víti, ég vildi það,“ skrifaði Grealish á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur