fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Forseti Íslands tjáði sig um gærkvöldið: ,,Þetta er sameiginlegt skipbrot“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. júlí 2021 09:22

Guðni Th. Jóhannesson. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var gestur á Stöð 2 Sport eftir úrslitaleik Evrópumótsins í gær.

Eins og flestir vita þá mættust England og Ítalía í úrslitaleik EM í gærkvöldi. Luke Shaw kom þeim ensku yfir strax á 2. mínútu en Leonardo Bonucci jafnaði leikinn um miðjan seinni hálfleik.

Ekki var hægt að skera úr um sigurvegara í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Ítalía vann svo í vítaspyrnukeppni.

Þeir Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka klikkuðu á spyrnum fyrir England. Sancho er 21 árs og Saka aðeins 19 ára. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur fengið töluverða gagnrýni fyrir að velja svo reynslulitla menn í það risastóra verkefni sem það er að taka víti í úrslitaleik EM.

Guðni er ánægður með að það sé ekki aðeins einn leikmaður sem þurfi að taka ábyrgð á tapi liðsins.

,,Það er kannski ágætt fyrir þessa þrjá ungu drengi að deila þessum byrðum. Þetta er sameiginlegt skipbrot. Breska pressan fer ekki að beina spjótum sínum að einhverjum einum. Þeir eru þarna þrír og svo þjálfarinn sem mun fá sinn skerf af gagnrýni fyrir þessa djörfu ákvörðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Í gær

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp