Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður með meiru, vill að fólk drífi sig á samfélagsmiðla og sendi þeldökkum leikmönnum Englands hlý skilaboð eftir úrslitaleik Evrópumótsins.
Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka brenndu allir af sínum spyrnum. Mikið kynþáttahatur hefur þrifist í knattspyrnuheiminum lengi og fá þessir leikmenn nú ljót skilaboð vegna húðlitar síns.
,,Í staðinn fyrir að drulla yfir England á samfélgsmiðlum væri frábær hugmynd að skella sér á samfélagsmiðla og senda eitt stk kærleik á þeldökka leikmenn Englands sem fá nú ógeðsleg skilaboð útaf einu fucking víti. Sé að Arsenal stuðningsmenn eru byrjaðir að peppa sinn mann með ást,“ skrifaði Máni á Twitter.
Flott skilaboð hjá Mána. Vonandi fá þessir leikmenn meiri ást en hatur á samfélagsmiðlum næstu daga.
Í staðinn fyrir að drulla yfir England á samfélgsmiðlum væri frábær hugmynd að skella sér á samfélagsmiðla og senda eitt stk ❤️ á þeldökka leikmenn Englands sem fá nú ógeðsleg skilaboð útaf einu fucking víti. Sé að Arsenal stuðningsmenn eru byrjaðir að peppa sinn mann með ást.
— Máni Pétursson (@Manipeturs) July 11, 2021