Það verður framlenging í úrslitaleik Evrópumótsins á milli Englands og Ítalíu. Staðan er 1-1 eftir venjulegan leiktíma.
Luke Shaw kom Englandi yfir strax á 2. mínútu leiksins. Hann kom þá boltanum í netið eftir fyrirgjöf Kieran Trippier.
Leonardo Bonucci jafnaði svo á 67. mínútu þegar hann skóflaði boltanum yfir marklínuna eftir að Jordan Pickford hafði varið skalla Marco Veratti. Markið má sjá neðst í fréttinni.
Ýtarlegri umfjöllun um leikinn verður að sjálfsögðu hægt að nálgast hér á síðunni þegar leikið hefur verið til þrautar.
GOAL!
Italy are level!
Leonardo Bonucci capitalising after England can't quite clear from a corner.
Game on…#ITA 1-1 #ENG #Euro2020Final #EnglandvsItaly pic.twitter.com/pbN2tzfMEd
— R.D Rudro (@RudroDebnath5) July 11, 2021