fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Ítalía er Evrópumeistari – Þvílík dramatík

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 11. júlí 2021 21:59

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalía er Evrópumeistari eftir sigur í úrslitaleik gegn Englandi. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

England komst yfir strax á 2. mínútu leiksins. Þá skoraði vinstri vængbakvörðurinn Luke Shaw eftir sendingu frá hinum vængbakverðinum, Kieran Trippier. Skot Shaw var fast og á nærhornið. Gianluigi Donnarumma í marki Ítalíu átti enga möguleika.

Mark Luke Shaw. Mynd/Getty

Næstu mínútur spiluðust nokkuð vel fyrir Englendinga, vegna forystunnar. Ítalir áttu í vandræðum með að finna glufur á vörn þeirra og heimamenn stýrðu leiknum.

Federico Chiesa komst næst því að jafna fyrir Ítali þegar um tíu mínútur lifðu fyrri hálfleiks. Þá átti hann gott hlaup upp völlinn sem endaði með skoti rétt framhjá marki Englendinga. Skotið var fast og hefði Jordan Pickford, markvörður Englendinga, ekki átt möguleika á að verja hefði boltinn verið nokkrum sentimetrum til vinstri.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir England.

Fyrsti stundarfjórðungur seinni hálfleiks var rólegur, ekkert um góð færi.

Eftir það sóttu Ítalir þó smám saman í sig veðrið. Fyrst kom Chiesa sér í gott færi eftir rúman klukkutíma leik. Pickford varði þó vel frá honum.

Á 67. mínútu kom svo jöfnunarmarkið. Lorenzo Imsigne tók þá hornspyrnu sem Marco Verratti skallaði í átt að marki. Pickford varði frá honum en Leonardo Bonucci fylgdi á eftir og kom boltanum í netið.

Leonardo Bonucci skóflar boltanum í netið. Mynd/Getty

Ítalir gátu komust yfir stuttu síðar þegar Verratti átti háa sendingu inn á varamanninn Domenico Berardi. Sá síðarnefndi náði ekki alveg nægilega góðu skoti og setti boltann yfir.

Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmark í venjulegum leiktíma. Því var farið í framlengingu.

Hvorugt liðið gerði sig mjög líklegt til að skora í framlengingunni þó svo að Englendingar hafi átt kafla í henni þar sem þeir voru líflegir. Áfram var jafnt og því var gripið til vítaspyrnukeppni.

Nokkrar vítaspyrnur fóru forgörðum í henni. Andrea Belotti og Jorginho klúðruðu fyrir Ítali en það kom ekki að sök því Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka misnotuðu allir sínar spyrnur.

Við óskum Ítölum til hamingju!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans