Nokkrir íslenskir leikmenn léku með sínum liðum í Svíþjóð fyrr í dag. Leikið var bæði í efstu og næstefstu deild.
Efsta deild
Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Gautaborgar og skoraði fyrsta mark leiksins í 2-3 sigri á Östersund. Gautaborg er í níunda sæti deildarinnar með 12 stig eftir tíu leiki.
Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason léku allan leikinn fyrir Norrköping í 0-1 sigri á Mjallby. Jóhannes Bjarnason sat á varamannabekk Norrköping. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig eftir tíu leiki.
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Hammarby í 5-1 stórsigri á Degerfors. Hammarby er í sjötta sæti deildarinnar með 15 stig eftir tíu leiki.
B-deild
Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Helsingborg í 1-0 sigri á Akrapolis. Lið hans er í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig eftir níu leiki.