Byrjunarliðin fyrir úrslitaleik Evrópumótsins á milli Englands og Ítalíu eru klár.
England færir sig yfir í þriggja manna vörn í leiknum. Bukayo Saka kemur því út fyrir Kieran Trippier. Ítalir spila í 4-3-3 leikkerfi, með sama lið og í síðasta leik.
Byrjunarliðin í heild eru hér að neðan. Leikurinn hefst klukkan 19.
England: Pickford; Walker, Stones, Maguire; Trippier, Phillips, Rice, Shaw; Mount, Kane, Sterling.
Ítalía: Donnarumma; Di Lorenzo, Bonucci, Chiellini, Emerson; Barella, Jorginho, Verratti; Chiesa, Immobile, Insigne.