Elísbet Bretadrottning sendi Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, opinbert stuðningsbréf fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í kvöld.
England mætir Ítalíu í leiknum. Hann fer fram á Wembley í Lundúnum. Með sigri tryggir England sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil.
,,Ég vil óska ykkur öllum til hamingju með að vera komnir í úrslitaleikinn. Ég sendi hlýjar kveðjur fyrir morgundaginn og vona að ykkur verði minnst fyrir bæði árangur ykkar og andann og stoltið sem hefur einkennt ykkur,“ var á meðal þess sem Elísabet skrifaði. Bréf hennar í heild má sjá neðst í fréttinni.
Úrslitaleikurinn hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma.
The queen has sent a message to Gareth Southgate ahead of tomorrow's massive game 👑 pic.twitter.com/3Q6Uejaza2
— SPORTbible (@sportbible) July 10, 2021