fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Hjálmar varar Íslendinga við Englendingunum – ,,Þeir voru svona frá því að ætla að berja ykkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 11. júlí 2021 10:00

Hjálmar Örn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær. Þar ræddi hann meðal annars hætturnar sem geta stafað af því að skemmta sér með enskum fótboltastuðningsmönnum erlendis.

England og Ítalía mætast í úrslitaleik Evrópumótsins í kvöld. Margir Íslendingar styðja við bakið á Englendingum í kvöld. Einverjir eru jafnvel mættir til Lundúna til að taka þátt í stemmningunni ef fótboltinn skildi koma ,,heim.“

Hjálmar segist sjálfur hafa nokkra reynslu af því að skemmta sér með Englendingum yfir knattspyrnuleikjum.

,,Fyrir þá sem eru að fara þarna út, skemmtið ykkur en gætið ykkar líka. Ég hef alveg upplifað þetta nokkrum sinnum. Þeir ( enskir stuðningsmenn) eru kátir en svo þegar það súrnar þá eru þeir ekki mjög kátir,“ sagði Hjálmar í þættinum.

Hann rifjaði svo upp þegar hann komst nálægt því að verða fyrir árás á krá þar sem enskir stuðninsgmenn höfðu haldið að hann væri þýskur.

,,Það var hópur af Englendingum sem stóðu við barinn og það kemur upp að okkur stelpa og segir við okkur ‘eruði þýskir’? Ég segi ‘nei við erum Íslendingar’. Hún segir ‘Vá, þeir voru svona frá því að ætla að lemja ykkur’.

Leikurinn í kvöld fer fram á Wembley. Hann hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands