fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

2. deild karla: Haukar steinlágu fyrir norðan – Tíu leikmenn Magna unnu sigur

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 19:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir voru spilaðir í 11. umferð 2.deildar karla fyrr í dag.

KF burstaði Hauka

KF tók á móti Haukum fyrir norðan og fór ansi illa með Hafnfirðinga.

Omar Diouck kom heimamönnum yfir snemma leiks og bætti við öðru marki á 32. mínútu.

Grétar Áki Bergsson skoraði þriðja mark KF snemma í seinni hálfleik. Áki Sölvason gerði endanlega út um leikinn með fjórða markinu þegar stundarfjórðungur lifði leiks.

Diouck átti svo eftir að bæta einu marki við í lok leiks. Lokatölur 5-0.

KF er í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig. Haukar eru í sjöunda sæti með 15 stig.

Tíu leikmenn Magna með sigur

Magni vann góðan útisigur á Kára.

Guðni Sigþórsson kom gestunum yfir á 18. mínútu. Andri Júlíusson jafnaði stuttu síðar fyrir Kára.

Alejandro Manuel Munoz Cabelle kom Magna aftur yfir eftir klukkutíma leik.

Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fékk Alexander Ívan Bjarnason, leikmaður Magna, rautt spjald. Það kom þó ekki að sök. Magni hélt út. Lokatölur 1-2.

Magni er í níunda sæti deildarinnar með 13 stig. Kári er með 6 stig í ellefta sæti, 6 stigum frá öruggu sæti.

Völsungur vann Njarðvík

Völsungur vann nokkuð óvæntan sigur á Njarðvík á Húsavík.

Eina mark leiksins skoraði Santiago Feuilassier Abalo af vítapunktinum. Lokatölur 1-0.

Völsungur er í fimmta sæti með 17 stig. Njarðvík er í öðru sæti með 20 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Í gær

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein
433Sport
Í gær

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool