fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Íslendingar í útlöndum: Nóg um að vera í Noregi – Viðar Ari skoraði í Íslendingaslag

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 18:01

Viðar Ari Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingalið voru í eldlínunni í Noregi í dag. Leikið var í efstu deildum bæði karla og kvenna megin.

Efsta deild karla

Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn á sem varamaður og lék um hálftíma í 1-0 tapi gegn Rosenborg. Kristiansund er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig eftir tólf leiki.

Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjörd og skoraði í 2-0 sigri á Sarpsborg 08. Emil Pálsson var í byrjunarliði tapliðsins en var skipt af velli snemma í seinni hálfleik. Sandefjörd er í 10. sæti deildarinnar með 15 stig eftir tíu leiki. Sarpsborg er í því tólfta með 12 stig eftir ellefu leiki.

Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Viking og Ari Leifsson, leikmaður Stromsgodset, voru í byrjunarliðum er liðin mættust í dag. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Valdimar Þór Ingimundarson sat allan leikinn á varamannabekk Stromsgodset. Viking er í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig eftir tólf leiki. Stromsgodset er í ellefta sæti með 11 stig eftir ellefu leiki.

Efsta deild kvenna

Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Valarenga í 3-0 tapi gegn Sandviken. Amanda Andradóttir, liðsfélagi hennar, kom inn á sem varamaður. Valarenga er í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, 6 stigum frá toppliði Rosenborg.

Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sat á varamannabekk Arna-Björnar í 0-3 sigri liðsins á Stabæk. Lið hennar er í fimmta sæti með 7 stig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“
433Sport
Í gær

Fær veglega launahækkun nokkrum mánuðum eftir að hafa fengið mikla hækkun

Fær veglega launahækkun nokkrum mánuðum eftir að hafa fengið mikla hækkun
433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög