fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Liverpool viðurkennir að hann hafi haft rangt fyrir sér varðandi Maguire – ,,Búinn að sanna sig sem varnarmaður í heimsklassa“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 21:00

Harry Maguire - Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Lallana, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi leikmaður Brighton, viðurkennir að Harry Maguire sé mun betri en hann hafði áður haldið.

Hinn 28 ára gamli Maguire hefur leikið virkilega vel á síðustu árum. Hann varð þá til að mynda dýrasti varnarmaður heims þegar Manchester United keypti hann frá Leicester árið 2019.

Maguire er einnig orðinn algjör lykilmaður í hjarta varnarinnar hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.

,,Ég vanmat Harry Maguire. Ég skal viðurkenna það. Mér hefur alltaf fundist hann vera góður leikmaður en á þessu móti hefur hann sýnt mér, vonandi öðrum líka, að hann er í allt öðrum klassa. Hann er búinn að sanna sig sem varnarmaður í heimsklassa,“ sagði Lallana.

Maguire verður í eldlínunni með enska landsliðinu í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítalíu annað kvöld. Leikið verður á Wembley. Leikurinn hefst klukkan 19 annað kvöld.

Adam Lallana.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands