fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Skýtur harkalega á enska liðið – ,,Fyrirsjáanlegt að þeir færu í úrslitaleikinn“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 20:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Giorgio Chiellini, varnarmaðurinn reynslumikli, hefur skotið á enska landsliðið fyrir úrslitaleik Evrópumótsins annað kvöld.

Chiellini er leikmaður ítalska landsliðsins. England og Ítalía mætast í úrslitaleiknum.

Leikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum. Þetta er sjötti leikurinn af sjö í keppninni sem England fær að leika á heimavelli.

Fyrirkomulag UEFA á EM hefur verið gagnrýnt af mörgum. Leikið var í ellefu löndum um alla Evrópu. Sum lið fengu nokkra heimaleiki í keppninni en önnur enga. Ekkert lið fékk fleiri heimaleiki en England.

,,Það var fyrirsjáanlegt að England færi í úrslitaleik Evrópumótsins því þeir léku sex af þeirra sjö leikjum á heimavelli,“ sagði Chiellini.

Það er spurning hvort að heimavöllurinn hjálpi enska liðinu að vinna sitt fyrsta stórmót síðan 1966. Leikurinn fer fram klukkan 19 annað kvöld að íslenkum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt