fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Viðurkennir að nýtt form Evrópumótsins hafi verið klúður – ,,Gerum þetta ekki aftur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hann muni aldrei styðja það að Evrópumót í knattpsyrnu yrði haldið um alla álfuna á nýjan leik.

EM sem nú stendur yfir hefur farið fram í ellefu löndum, allt frá Danmörku til Aserbaídjan. Það hefur verið erfitt fyrir marga stuðningsmenn að ferðast. Ekki aðeins vegna langra vegalenda, heldur einnig vegna kórónuveirufaraldursins og mismunandi takmarkanna í löndunum ellefu vegna hans.

Þá hafa sumir stuðningsmenn og leikmenn sumra landa þurft að ferðast mun meira en aðrir. Enska landsliðið og stuðningsmenn þeirra hafa til að mynda aðeins þurft að ferðast frá Englandi í einn leik, aðrir mun meira.

,,Þetta er ekki sanngjarnt fyrir stuðningsmenn sem þurftu að vera í Róm einn daginn og Bakú stuttu síðar,“ sagði Ceferin við BBC. 

Hann sagði einnig að það væri erfitt hversu mismunandi löndin væru, hvað varðar lög og fleira.

,,Við þurftum að ferðast mikið til mismunandi landa, með mismunandi gjaldmiðla. Sum eru í Evrópusambandinu og önnur ekki. Þetta var ekki auðvelt.“

Michel Platini var forseti UEFA árið 2012. Það var þá sem ákvörðun var tekin um að halda EM um alla Evrópu.

,,Þetta form af keppninni var ákveðið áður en ég kom inn og ég virði það. Þetta er áhugaverð hugmynd en það er erfitt að framfylgja henni. Ég held að við gerum þetta ekki aftur,“ sagði Ceferin að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag