fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Val á myndbandsdómara í úrslitaleiknum ansi umdeilt – Ýtir undir samsæriskenningar

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 16:00

Atvikið umdeilda. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sami dómari og sá um myndbandsdómgæsluna (VAR) í undanúrslitaleik Englendinga og Dana á Evrópumótinu í vikunni mun sinna henni aftur í úrslitaleik mótsins. Valið þykir umdeilt, enda fékk England vítaspyrnu á silfurfati í leiknum.

Úrslitaleikurinn er á milli Englands og Ítalíu. Ítalía vann Spán í undanúrslitum og England Danmörku.

Í síðarnefnda leiknum skoraði England sigurmark út frá vítaspyrnu sem Danir fengu á sig fyrir afar litlar sakir. Þá fór Raheem Sterling ansi auðveldlega niður í teig þeirra. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu og ákvað myndbandsdómari ekki að breyta dómnum, þrátt fyrir að flestir væru sammála að hann væri rangur.

Í kjölfarið komu upp samsæriskenningar, til að mynda í spænskum og ítölskum fjölmiðlum, þess efnis að UEFA væri að reyna að hjálpa Englandi að vinna EM.

Ein af kenningunum var sú að UEFA væri að endurgreiða Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fyrir að taka opinbera afstöðu gegn Ofurdeildinni í vor.

Sjá má á samfélagsmiðlum að tíðindin um myndbandsdómarann á úrslitaleiknum ýta undir þessar samsæriskenningarnar.

Sjá einnig: Samsæriskenningar Ítala og Spánverja um Boris

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óvænt klásúla í samningi Mourinho

Óvænt klásúla í samningi Mourinho
433Sport
Í gær

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“
433Sport
Í gær

Goðsögn United ósátt með ákvörðun sumarsins – „Ég hafði aldrei heyrt um Lammens“

Goðsögn United ósátt með ákvörðun sumarsins – „Ég hafði aldrei heyrt um Lammens“
433Sport
Í gær

Sjáðu seinna mark Rashford í kvöld – Gjörsamlega geggjað skot

Sjáðu seinna mark Rashford í kvöld – Gjörsamlega geggjað skot
433Sport
Í gær

Meistaradeildin: Rashford magnaður í sigri á Newcastle – City tókst að klára tíu leikmenn Napoli

Meistaradeildin: Rashford magnaður í sigri á Newcastle – City tókst að klára tíu leikmenn Napoli