Leikmenn portúgalska landsliðsins hafa eytt langhæstum upphæðum, samanlagt, þegar kemur að úrum leikmanna á Evrópumótinu sem nú stendur yfir.
Portúgal féll úr leik með tapi gegn Belgíu í 16-liða úrslitum mótsins en geta þó huggað sig við safn sitt af úrum.
Samanlagt eiga portúgölsku leikmennirnir úr fyrir 5,4 milljónir punda eða rúmlega 927 milljónir íslenskra króna.
Þar af er úr Ronaldo sem kostar hvorki meira né minna en eina milljón punda, tæplega 172 milljónir íslenskra króna.
Leikmenn Frakka er í öðru sæti listans. Þeir eiga úr upp á samanlagt 1,9 milljónir punda. Þar á eftir kom Englendingar með úr upp á 1,8 milljónir punda.
Listann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.