fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Svakaleg staðreynd um frammistöðu undrabarnsins í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 09:52

Pedri. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Pedri var frábær fyrir landslið Spánar á Evrópumótinu sem nú stendur yfir. Hann klikkaði til að mynda ekki á einni sendingu í venjulegum leiktíma í undanúrslitaleiknum gegn Ítalíu í gær.

Pedri er aðeins 18 ára gamall og leikur með Barcelona. Með því að spila leikinn gegn Ítölum í gær varð hann yngsti leikmaður í sögu keppninnar til að leika þegar svo langt er liðið á mótið.

Ekki nóg með það, frammistaða hans vakti einnig mikla lukku. Allar 55 sendingar hans í venjulegum leiktíma rötuðu til að mynda á samherja. Það er ótrúleg tölfræði.

Því miður fyrir Pedri þá datt lið hans þó úr leik í gær. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Ítalir höfðu svo betur í vítaspyrnukeppni og fara í úrslitaleikinn á sunnudag.

Þar mæta þeir annað hvort Danmörku eða Englandi. Þau mætast í hinu undanúrslitaeinvíginu í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi
433Sport
Í gær

Mourinho sendir pillu til Tyrklands og segist hafa valið rangt

Mourinho sendir pillu til Tyrklands og segist hafa valið rangt
433Sport
Í gær

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Í gær

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim