UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið danska landsliðsmanninum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem hjálpuðu við að bjarga lífi hans að horfa á úrslitaleikinn á EM 2020 á Wembley vellinum í London á sunnudag.
Eriksen hneig niður í fyrri hálfleik Danmerkur og Finnlands á Parken vellinum í Kaupmannahöfn þann 12. júní síðastliðinn. Þá var beitt skyndihjálp og hjartað tók aftur að slá með hjálp hjartastuðtækis á meðan leikmenn skýldu sjúkraliðunum.
Hann er kominn heim og er á batavegi. UEFA sagði að Eriksen, konu hans og sjúkraliðunum sex væri boðið á úrslitaleikinn, en hann hefur ekki staðfest hvort mætingu sína.
Peter Ersgaard, einn af sjúkraliðunum, sagði að hann væri upp með sér að hljóta VIP boð frá Alexander Ceferin, forseta UEFA.
„Ég er spenntur, eins og barn á jóladag,“ sagði hann í viðtali við Fagbladet, FOA.
„Ég er mjög stoltur af sjálfum mér, og einnig öllu teyminu. Þetta var ekki eins manns verk.“