Antoine Griezmann hefur verið sakaður um rasisma á myndbandi sem nú er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Kappinn svaraði ásökunum á samfélagsmiðlum og neitaði sök.
Í myndbandinu er Griezmann með Dembele og Samuel Umtiti í sundlaug. Hann sést í myndbandinu segja “Ching chong” er hann slakar á í lauginni. Telja franskir fjölmiðlar að með þessu hafi hann verið að gera lítið úr asískum tungumálum.
Þetta kemur aðeins stuttu eftir að Dembele var sakaður um rasisma í öðru myndbandi. Griezmann var einnig með á því myndbandi en sagði lítið, hló aðallega að athugasemdum Dembele.
Griezmann svaraði ásökunum á Twitter og sagði þær ekki sannar:
“Ég hef alltaf verið á móti mismunun. Síðustu daga hefur fólk viljað láta mig líta út fyrir að ég sé annar maður en ég er. Ég hafna ásökununum og biðst fyrirgefningar ef ég móðgaði japönsku vini mína,” sagði Griezmann á Twitter.