Ronaldo er kominn í sumarfrí eftir að hafa dottið út með Portúgal í 16-liða úrslitum á EM 2020. Hann tók fjölskylduna með sér í lúxusferð til Majorca.
Ronaldo hefur afar gaman að því að eyða sumarfríum sínum á snekkju og keypti sér snekkju fyrir rúmar 5,5 milljónir punda í fyrra. Í þetta skiptið ákvað hann að ferðast til Majorca með kærustu sinni, Georgina Rodriguez og fjórum börnum þeirra, Cristiano Jr, Eva, Mateo og Alana Martina.
Snekkjan er ekkert slor enda þýðir ekkert minna fyrir Ronaldo og fjölskyldu. Spænskir miðlar telja að fjölskyldan dvelji í húsi á Majorca í fríinu þegar þau eru þreytt á lífinu á sjónum.