Forráðamenn Barcelona eru búnir að setja Philippe Coutinho á sölulista og fæst þessi öflugi miðjumaður á útsöluverði.
Barcelona borgaði 124 milljónir punda fyrir Coutinho í janúar árið 2018 en hann hefur ekki fundið taktinn sinn.
Coutinho er til sölu fyrir 21 milljón punda í dag, en forráðamenn Barcelona verða að losa fjármuni.
Barcelona reynir að losa sig við leikmenn til að hafa efni á því að semja við Lionel Messi á nýjan leik, samningur hans við Barcelona er á enda.
Barcelona þarf að losa fjármuni en félagið er skuldum vafið en vill gera allt til þess að halda í launahæsta leikmann sinn.
Coutinho er 29 ára gamall en Barcelona gefur 17 milljarða króna afslátt á honum miðað við verðið sem félagið greiddi Liverpool.