Forráðamenn Real Madrid skoða þann möguleika að kaupa Donny van de Beek miðjumann Manchester United í sumar. Ensk blöð fjalla um málið.
Van de Beek gekk í raðir United fyrir ári síðan en félagið borgaði þá 35 milljónir punda til Ajax.
Hollenski miðjumaðurinn fékk fá tækifæri og þau tækifæri sem hann fékk tókst honum ekki að nýta. Framtíð hans er til umræðu þessa dagana.
Van de Beek er 24 ára gamall en hann spilaði 90 mínútur í þrígang í ensku úrvalsdeildinni. Real Madrid hafði áhuga á Van de Beek fyrir ári síðan.
Real Madrid vill bæta við sig miðjumanni en félaginu hefur vantað nýja og ferska fætur á miðsvæðið, eitthvað sem Van de Beek hefur.