fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Notaði sitt versta augnablik til að hvetja Maguire áfram eftir handtöku

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 10:22

Carragher er stundum fljótur upp.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Maguire varnarmaður enska landsliðsins hefur staðið vaktina eins og klettur í hjarta varnarinnar á Evrópumótinu. Fyrir tæpu ári síðan var Maguire í sviðsljósinu fyrir allt aðra hluti.

Maguire var handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumenn í Grikklandi en málið er enn í dómskerfinu í Grikklandi. Maguire var dæmdur sekur en áfrýjaði og telst því saklaus maður samkvæmt lögum þar í landi.

Jamie Carragher sérfræðingur í enska boltanum þekkir það að vera í sviðsljósinu vegna slæmrar hegðunar. Fyrir nokkrum árum hrækti hann á stuðningsmenn Manchester United sem voru að espa hann upp. Var Carragher settur í kuldann hjá Sky Sports um tíma vegna málsins.

Harry Maguire

Carragher kom sér í samband við Maguire síðasta sumar til að hvetja hann áfram. „Við skiptumst á nokkrum skilaboðum, ég reyndi að nota mína reynslu af svona stormi þar sem þú hefur sjálfur gert mistök,“ sagði Carragher.

„Ég sagði honum að bera höfuðið hátt og að þessir erfiðu tímar myndu taka enda.“

Gareth Southgate þjálfari Englands segir að Maguire hafi þurft að þola margt og læra mikið á síðasta sumri. „Að vera fyrirliði Manchester United er mikil áskorun, það er rosaleg ábyrgð en það gerði hann að betri leikmanni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“