Timo Werner er nú kominn í sumarfrí eftir að Þýskaland datt úr leik í 16-liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu.
Hann skellti sér á formúlu 1 keppni í Austurríki. Fréttamaður frá Sky Sports kallaði á hann og bað hann um að koma í smá viðtal.
Natalie Pinkham, fréttakonan á Sky Sports kynnti Werner sem markmann Chelsea og Þýskalands en Werner spilar sem sóknarmaður.
Fólk á Twitter hafði mjög gaman að þessum mistökum fréttakonunnar og hún gerði meira að segja sjálf grín að atvikinu á Twitter seinna um daginn.
Bit of a positional change for Werner next season #F1 pic.twitter.com/NBeTFqdW44
— Ari J (@AriJosefsberg) July 4, 2021
Breaking news: Werner confirms position swap 😉 #austriangp
— Natalie Pinkham (@NataliePinkham) July 4, 2021