fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Shaw um Saka: „Ég elska hann eins og barnið mitt“

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 4. júlí 2021 15:30

Shaw og Saka á æfingu enska landsliðsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Shaw virðist elska Bukayo Saka en hann talaði nýlega afar vel um hann í viðtali. Saka fékk tækifæri í byrjunarliðinu gegn Tékkum í riðlakeppninni á Evrópumótinu í knattspyrnu og átti frábæran leik. Hann byrjaði aftur gegn Þjóðverjum í 16-liða úrslitum og komst ágætlega frá þeim leik.

Luke Shaw var afar ánægður með frammistöðu hans og lítur á hann sem lítinn bróður.

“Ég elska hann, ef ég á að vera hreinskilinn. Ég myndi elska að hann væri barnið mitt, ég elska hann þannig,” sagði Shaw við YouTube stöð enska landsliðsins.

“Það myndu líklega allir í liðinu svara á sama hátt, hann er svo góður maður,”

“Ég vildi að hann væri bróðir minn, hann er svo fyndinn og skemmtilegur. Hann lætur alla hlæja í kringum sig án þess að reyna það. Það fer ekki mikið fyrir honum en allt sem hann segir er fyndið.”

“Það er gott að hafa einhvern eins og hann í hópnum sem kemur öllum í gott skap,” sagði Shaw við YouTube stöð enska landsliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best