Derby verður áfram í ensku Championship deildinni í Englandi. Liðið bjargaði sér frá falli á lokadegi deildarinnar.
Liðið var kært vegna þess að það braut reglur er varða fjármál í gríð og erg og var eigandinn sakaður um að hafa breytt bókhaldi félagsins.
Talið var að stig gætu verið dregin af félaginu en nú hefur komið í ljós að það verður ekki gert. Félagið verður sektað um 100 þúsund pund en fær að vera áfram í næst efstu deild Englands.
Wayne Rooney er þjálfari liðsins eins og er en mikið hefur verið rætt um að hann ætli sér að yfirgefa félagið. Félagið er í miklu veseni þessa dagana, fáir leikmenn eru á samning og illa gengur að fá nýjan eiganda.
— Derby County (@dcfcofficial) July 2, 2021