Samningur Lionel Messi við Barcelona rann út fyrir nokkrum dögum en viðræður félagsins við kappann hafa verið í gangi í nokkurn tíma.
Messi hefur verið að fá ótrúlegar fjárhæðir frá félaginu en síðasti samningur hans hljóðaði upp á tæpar 500 milljónir punda sem hann fékk á fjögurra ára tímabili.
Leikmenn NBA skilja ekkert í þessari upphæð og skrifaði Kevin Durant „Klikkun“ á samfélagsmiðlinum Twitter undir frétt af launamálum Messi. Durant fær sjálfur 164 milljónir dollara fyrir fjögurra ára samning.
Isiah Thomas tjáði sig einnig og sagði: „Ég verð að setja krakkana mína í fótbolta.“
Insane https://t.co/B8LQpmZl5e
— Kevin Durant (@KDTrey5) June 30, 2021