Varnarmaðurinn Toby Alderweireld vill yfirgefa Tottenham í sumar. Belginn á eitt ár eftir af samningi hjá félaginu en hann er ákveðinn að róa á önnur mið.
Nuno Espirito Santo tók við sem nýr stjóri félagsins á dögunum. Talið er að Nuno ætli sér að leyfa Alderweireld að yfirgefa klúbbinn þar sem hann vill fá Joachim Andersen til liðsins.
Tottenham hefur einnig verið að fylgjast með varnarmanni Sevilla, Jules Kounde og varnarmanni Bologna, Takehiro Tomiyasu.
Alderweireld hefur verið hjá Tottenham í 6 ár og spilað 174 leiki fyrir félagið. Hann var lykilmaður í liði Tottenham undir stjórn Mauricio Pochettino sem komst í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.