Samuel Eto’o telur að Kylian Mbappe muni taka við af Cristiano Ronaldo og Lionel Messi en þeir hafa verið í sérflokki síðustu ár.
Mbappe leikur með PSG en hefur verið orðaður við Real Madrid í sumar. Hann átti flott tímabil fyrir PSG, skoraði 42 mörk í 47 leikjum. Hann byrjaði alla leiki Frakka á EM í knattspyrnu en náði sér ekki á strik í þeirri keppni og klúðraði meðal annars lokaspyrnu Frakka í vítaspyrnukeppni við Sviss um sæti í 8-liða úrslitum.
“Messi er guð, Cristiano er annar guð. Þeir setja fótbolta á hærri stall,” sagði Eto’o við argentíska blaðið La
Nacion.
“En það er annar guð á leiðinni þegar Messi og Cristiano þreytast á að gleðja okkur. Þessi nýi guð er Kylian Mbappe,” sagði Eto’o við argentíska blaðið La Nacion.