Samuel Eto’o vill að Real Madrid goðsögnin Sergio Ramos geri hið óhugsanlega og gangi til liðs við erkifjendurna í Barcelona.
Ramos er nú í leit að félagi en hann yfirgaf Real í síðasta mánuði eftir 16 tímabil í Madrid. Ramos útilokaði sjálfur að fara til Barcelona og hefur hann hefur verið orðaður við PSG. Samuel Eto’o telur að Barcelona væri hinn fullkomni staður fyrir Ramos.
Eto’o vill þó helst að varnarmaðurinn knái gangi til liðs við PSG en hann er mikill stuðningsmaður félagins.
“Vonandi fer Sergio til PSG. En ef ég væri að sjá um samningamál hjá Barcelona myndi ég semja við hann,hann ætti
ekki að vera hræddur við það” sagði Eto’o við AS.
“Ef hann fer til PSG þá verð ég mjög glaður og ég veit að hann mun hjálpa okkur að vinna Meistaradeildina sem hefur verið erfitt fyrir okkur að gera,” sagði Eto’o við AS.