Jose Mourinho þjálfari Roma mætti í fyrsta skipti til borgarinnar í dag, rúmum mánuði eftir að hafa verið ráðinn í starfið.
Mourinho var rekinn frá Tottenham í apríl en var ekki lengi að finna sér nýtt starf. Hann hefur áður starfað á Ítalíu en þá sem þjálfari Inter.
Þúsundir stuðningsmanna Roma voru mættir á flugvöllinn þar í borg þegar Mourinho lenti með einkaflugvél frá London.
Mourinho er sigursæll þjálfari en síðustu ár hafa verið erfið fyrir hann, hann var rekinn frá Manchester United og Tottenham á síðustu árum.
Roma er sofandi risi en forráðamenn félagsins vonast eftir því að Mourinho komi liðinu aftur í hæstu hæðir.
These are the scenes that greeted Jose Mourinho as he landed in Rome to start his new job as manager of Roma!pic.twitter.com/C2kcBmMBmx
— Sun Sport (@SunSport) July 2, 2021