Tom Heaton er mættur í raðir Manchester United en félagið staðfesti komu hans nú rétt í þessu. Hann kemur frítt frá Aston Villa.
Heaton ólst upp hjá Manchester United en fór frá félaginu til þess að spila. Heaton fór frá United árið 2010.
Markvörðurinn er 35 ára gamall en hann gerir tveggja ára samning með möguleika á þriðja árinu.
Heaton verður líklega þriðji kostur United í markið á eftir David de Gea og Dean Henderson.
Fyrr í dag staðfesti United nýjan samning við Juan Mata en hann gerir samning til eins árs. Samningur hans var á enda í vikunni en hann verður áfram.