fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Aron Einar opnar sig í einlægu viðtali: Missti aðeins tökin um tíma – „ Ég hringdi oft grátandi í mömmu“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands í knattspyrnu opnar sig um lífið og tilveruna í einlægu viðtali við Sigmund Ernir Rúnarsson á Hringbraut sem frumsýnt var í gær.

Aron Einar er staddur hér á landi í sumarfríi en hann spilar í dag með Al-Arabi í Katar. Aron hefur búið erlendis í 15 ár en aðeins 17 ára gamall samdi hann við AZ Alkmaar í Hollandi.

Lífið í Hollandi var ekki alltaf dans á rósum en Aron gafst ekki upp. „Ég fór til fjölskyldu sem að sá um mig, gott fólk sem að eldaði og þreif. Lærdómsríkur tími, ég hringdi oft í mömmu á kvöldin grátandi og vildi koma heim. Það var alltaf sama svarið Ímyndaðu þér hvað strákarnir í Þór myndu gefa fyrir þetta tækifæri´. Það ýtti mér áfram,“ sagði Aron Einar Gunnarsson á Hringbraut í gær.

19 ára gamall ákvað Aron að venda kvæði sínu í kross og gekk í raðir Coventry á Englandi. Þar varð að hann stjarna á einni nóttu en missti aðeins tökin eins og hann segir sjálfur frá.

„Holland var meiri hugsun en á Englandi er þetta trúarbrögð, það snýst allt um fótbolta. Ég flyt til Coventry en bað mömmu um að koma með mér, ég var að fara að búa einn í fyrsta skipti. Hún kemur þangað með mér, hún hjálpaði mér að venjast þessum heimi sem ég var að fara út í. Það er auðvelt fyrir ungan 19 ára strák að peppast upp við það og svífa um á skýi,“ segir Aron.

Aron segist hafa misst sjónar á því sem skiptir máli og farið að drekka meira og djamma. Hann sá það fljótt sjálfur.

„Ég fann alveg fyrir því, ég rak á mig á ýmsum stöðum. Maður sogast inn í það að vera meira en maður er, ég fór að partýja meira. Sérstaklega á seinna árinu í Coventry, þá var maður svaka karl. Þá var það eðlilegur lífsstíll að spila fyrir framan 18 þúsund,“ sagði Aron Einar.

Aron labbaði sjálfur á vegg og ákvað að taka sig í gegn. „Ég þurfti að taka mig niður, ég áttaði mig á því sjálfur með hjálp mömmu. Ég rak á mig, ég vissi það á þriðja árinu í Coventry að ég þyrfti að fara annað til að taka næsta skref. Ég var farinn að spila illa, ég sá það svart á hvítu,“ sagði Aron Einar.

Aron Einar hefur í 15 ár gert frábæra hluti í atvinnumennsku og staðið í stafni með besta íslenska landsliði sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“