fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Þetta verður Rafa að gera til að ná árangri hjá Everton

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 21:50

Rafa Benitez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafael Benitez var staðfestur sem stjóri Everton í vikunni og eru stuðningsmenn félagsins vægast sagt ósáttir. Benitez þjálfaði Liverpool í langan tíma og vann meðal annars Meistaradeildina árið 2005 hjá félaginu og var í miklum metum hjá stuðningsmönnum. Sportsmail tók saman lista yfir hvað Benitez þarf að gera til að ná árangri hjá Everton.

Halda stjörnuleikmönnunum
Carlo Ancelotti er stórt nafn og náði til dæmis að lokka James Rodriguez til félagsins. Nú er hætta á því að hann vilji fara ásamt Richarlison en þeir eru ósáttir hjá félaginu. Þá er Ancelotti sagður vilja fá Dominic Calvert-Lewin til Real Madrid. Benitez verður að halda stjörnunum ef hann ætlar að vinna stuðningsmennina á sitt band og ná árangri.

Reyna að ná aðdáendum á sitt band
Þetta verður ekki auðvelt fyrir kallinn. Benitez hefur sterk tengsl við Liverpool og eru stuðningsmenn Everton ósáttir við það. Auðveldasta leiðin til þess að fá aðdáendur á sitt band er líklega að vinna leiki, þá verða þeir fljótir að gleyma.

Bæta leikstílinn
Everton hefur spilað leiðinlegan bolta síðustu ár og hafa stuðningsmenn verið ósáttir við varnarsinnaðan bolta. Benitez er nú ekki þekktur fyrir að spila bullandi sóknarbolta en það er von fyrir hann ef hann gerir það.

Eyða peningum skynsamlega
Þetta hljómar auðvelt en fyrri stjórum hefur ekki tekist þetta vel. Liðið er nú blanda af leikmönnum frá mörgum stjórum og þarf Benitez að taka til í hópnum. Það mun taka tíma fyrir hann að búa til sitt lið og þarf hann að vera í góðum samskiptum við stjórnarmenn Everton varðandi leikmannakaup.

Hann verður að ná Evrópusæti
Þetta er það sem stuðningsmenn Everton vilja og Benitez verður að skila Evrópusæti. Draumurinn er að ná í Meistaradeildina og ef hann næði því markmiði færu stuðningsmenn líklega fljótt á Benitez-vagninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman