Einn þjálfari hjá Chelsea er nú á leið til AFC Wimbledon á lánssamningi. James Simmonds, aðstoðarþjálfari u-18 ára liðs Chelsea er á leiðinni á lán út Desember samkvæmt Daily Mail.
Chelsea hefur verið þekkt fyrir það síðustu ár að safna saman hæfileikaríkum leikmönnum og senda þá á lán. Matej Delac er einn af þessum leikmönnum en hann skrifaði undir samning árið 2009 og fór loks frá félaginu árið 2018 án þess að hafa spilað leik fyrir félagið. Hann hafði þá farið á lán til tíu mismunandi liða.
Þetta hefur tekist ágætlega til með nokkra leikmenn og má þar nefna Mason Mount og Reece James. En stærsta klúður Chelsea á félagsskiptamarkaðnum var líklega Kevin De Bruyne. Hann gekk til liðs við félagið árið 2012 og var á láni fyrstu tvö árin. Jose Mourinho seldi hann síðan frá félaginu en hann hefur neitað því áður í viðtali að það hafi verið mistök.