Cristiano Ronaldo hefur ekki verið að nýta aukaspyrnurnar á EM í knattspyrnu. Það á ekki bara við um EM 2020 heldur á þetta líka við um fyrri mót, allt frá hans fyrsta móti árið 2004. Ronaldo hefur tekið 28 aukaspyrnur á EM án þess að skora.
Ef EM og HM er tekið saman þá hefur hann skorað eitt mark úr aukaspyrnu úr 51 tilraun. Það var gegn Spáni á HM 2018.
Ronaldo hefur þó í gegnum tíðina skorað mörg falleg aukaspyrnumörk, en þar má til dæmis nefna mörk gegn Portsmouth, Arsenal og Celta Vigo.
Þetta aukaspyrnumál var rætt eftir leik Portúgala gegn Belgum í 16-liða úrslitum þar sem Belgar höfðu betur. Portúgalar eru því úr leik á EM. Þá tók Ronaldo aukaspyrnu sem Courtois varði nokkuð auðveldlega.
“Hversu oft skorar Ronaldo eiginlega úr aukaspyrnum?” spurði Wright
“Ég sá einhvers staðar að hann skorar úr einni af hverjum fimmtíu sem hann tekur, þetta er eins og eitthver goðsögn. Það gerist ekkert,” sagði Wright
Patrick Vieira var með honum í setti og vildi frekar hrósa Courtiois fyrir góða vörslu en Wright hélt áfram.
“Maður býst bara við því að Courtois verji þetta, ef hann fengi svona mark á sig yrði hann verulega vonsvikinn. Ronaldo skorar mjög sjaldan úr aukaspyrnum” sagði Wright að lokum.