Rafa Benitez hefur verið ráðinn þjálfari Everton en félagið staðfest þessi tíðindi nú rétt í þessu. Viðræður hafa staðið yfir síðustu vikur.
Everton vantaði stjóra eftir að Carlo Ancelotti sagði upp störfum til að taka við Real Madrid.
Benitez gerir þriggja ára samning en stuðningsmenn Everton eru margir hverjir mjög ósáttir við þessa ráðningu.
Benitez var áður stjóri Liverpool og talaði hann þá um Everton sem lítið félag. „Rafa heillaði okkur með þekkingu sinni og reynslu,“ sagði Farhad Moshiri stærsti hluthafi Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson er í herbúðum Everton en hann á ár eftir af samningi og hefur framtíð hans verið til umræður.