fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Aron Einar opinberaði slúðursögu um Beckham í beinni: „Spurning um að heyra í Bjögga Thor“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands var gestur hjá Stöð2 Sport í gær þar sem hann fór yfir Evrópumótið í knattspyrnu. Aron er í sumarfríi á Íslandi.

David Beckham var í stúkunni þegar England vann Þýskaland í gær og vakti eins og oft áður, mikla athygli. Beckham er 46 ára gamall en hann eldist vel. „Ég verð samt að grípa inn í sem eina konan í þessu setti. Beckham, hann eldist vel,“ sagði Helena Ólafsdóttir á Stöð2 Sport einn af stjórnendum þáttarins um útlitið á Beckham.

Aron Einar greip þá orðið og sagði frá orðrómi sem hann hefur heyrt um Beckham og hans glæsilega útlit.

„Ég er búinn að heyra – við erum fjórir sköllóttir hérna inni – að hann er búinn að fara í tvær hárígræðslur. Vissuð þið af því?“,“ sagði Aron Einar en fyrirliðinn rakaði af sér hárið fyrir nokkrum árum þegar það fór að þynnast.

Aron Einar lagði þá til að mannskapurinn myndi setja sig í samband við Björgólf Thor Björgólfsson, einn besta vin Beckham.
„Spurning um að heyra í Bjögga Thor, fá contact,“ sagði Aron Einar um málið.

Guðmundur Benediktsson stjórnandi þáttarins ætlar í málið. „Það er það næsta sem við gerum þegar þessi þætti lýkur, hringja í Bjögga,“ sagði Gummi Ben á Stöð2 Sport í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Í gær

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu