Steven Van Dijk og Benedikt V. Warén ganga til liðs við Vestra í Lengjudeild karla en báðir hafa skrifað undir.
Benedikt kemur til Vestra á láni frá Breiðablik, en hann er fæddur 2001. Teknískur miðjurmaður að upplagi sem getur einnig spilað báðar bakvarðastöðurnar.
Steven, eða Van Djik eins og hann verður kallaður héðan af, er hollenskur markmaður fæddur 1997. Hann var síðast að spila með HSC ’21 Haaksbergen í Hollandi.
Báðir fá þeir leikheimild þegar glugginn opnar.