Kaupin á Jadon Sancho frá Dortmund til Manchester United virðast vera við það að ganga í gegn.
Þau hafa legið í loftinu lengi. Sancho var til að mynda talinn líklegur til þess að ganga í raðir Man Utd síðasta sumar.
Í kvöld spurði stuðningsmaður Marcus Rashford, leikmann Man Utd, hvort að hann gæti staðfest að Sancho væri á leiðinni. Framherjinn svaraði einfaldlega ,,já.“
Nú hlýtur að vera mjög stutt í það að Sancho verði formlega kynntur sem leikmaður Man Utd. Enska félagið hefur undanfarna daga unnið í því að ganga frá smáatriðum við Dortmund varðandi samninginn.
Yes x
— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) June 29, 2021