fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Hundóánægður með ástandið í Vesturbæ og segir að íhuga þurfi breytingar – ,,Þetta er bara ófyrirgefanlegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum The Mike Show, hraunaði yfir KR í þætti dagsins. Hann var sérstaklega óánægður með gengi liðsins á heimavelli.

KR hefur aðeins náð í 4 stig í fimm heimaleikjum í Pepsi Max-deildinni í ár. Til samanburðar hefur liðið tekið 11 stig úr jafnmörgum útileikjum.

,,Það gengur öllum liðum ágætlega á KR-vellinum. Þetta er skemmtilegasti völlurinn til að spila á og menn bara peppast vel upp. Ég veit ekki hvað KR-ingarnir halda þegar þeir eru á heimavelli, þeir eru búnir að vera miklu betri á útivelli í þrjú ár, tvö allavega. Þetta er bara ófyrirgefanlegt,“ sagði Mikael.

Hann sagði einnig að félagið gæti þurft að horfa inn á við og íhugað breytingar. Rúnar Kristinsson er þjálfari liðsins.

,,Kannski þarf bara einhverjar breytingar í Vesturbæinn. Það er ekkert að gerast og hjá fullt af liðum yrði kallað eftir einhverjum breytingum. Þetta er bara eitthvað ‘status quo’ þarna hjá KR. Það virðist öllum bara vera nokkuð sama,“ sagði Mikael.

KR hefur aðeins einu sinni tekist að tengja saman tvo sigra í deildinni í ár. Mikael segir það seint teljast vænlegt til árangurs.

,,Þeir þurfa að fara að vinna þrjá, fjóra leiki í röð. Þú vinnur enga titla nema þú gerir það.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Í gær

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“