Patrick Vieira er að ganga frá samningi við Crystal Palace um að taka við þjálfun liðsins. Allt er að verða klappað og klárt.
Vieira var rekinn frá Nice í Frakklandi undir lok síðasta árs og hefur verið án vinnu síðan.
Vieira er kunnugur staðháttum í London en hann var lengi vel fyrirliði Arsenal og er einn mesta goðsögn í sögu félagsins.
Vieira er að vinna í því að fá aftur atvinnuleyfi í Bretlandi en vegna Brexit er ferlið flóknara.
Palace hefur rætt við ýmsa menn síðustu vikur en undirbúningstímabil félagsins hefst á á mánudag og vonast félagið til að fá Vieira í stólinn fyrir þann tíma.