Sergio Ramos fyrrum varnarmaður Real Madrid liggur nú yfir tilboðum sem eru á borði sínu og skoðar hvaða skref hann ætlar að taka.
ESPN fjallar um málið en Ramos sem er 35 ára yfirgaf Real Madrid á dögunum, hann náði ekki saman við félagið um nýjan samning.
Ramos er einn sigursælasti knattspyrnumaður seinni tíma en hann hefur átt magnaðan feril á Spáni.
Nú skoðar hann tilboð frá Manchester City, PSG og FC Bayern. ESPN segir að öll þessi þrjú félög hafi gert Ramos tilboð.
Flestir telja að Ramos fari til PSG og fái þar tveggja ára samning sem er sjaldséð fyrir leikmann á hans aldri.