Lögreglan í Liverpool er með hótanir í garð Rafa Benitez á sínu borði og skoðar málið. Búist er við því að Rafa Benitez verði kynntur sem nýr stjóri Everton á allra næstu dögum en viðræður við hann hafa staðið yfir síðustu daga. Ráðning á Benitez er hins vegar umdeild vegna tenginga hans við Liverpool.
Benitez var áður stjóri Liverpool sem eru erkifjendur Everton, fjöldi stuðningsmanna Everton vill ekki sjá hann taka við.
Stuðningsmenn Everton fóru í hverfið þar sem Benitez býr í nótt og settu upp borða. „Við vitum hvar þú átt heima, ekki skrifa undir,“ stendur á borðanum.
Stuðningsmenn Everton fóru með borðann að vitlausu húsi en í sama hverfi og Benitez er búsettur í.