fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Hazard spilar líklega ekki sekúndu í viðbót

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. júní 2021 09:30

Hazard-bræður, Thorgan og Eden, fagna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hazard tekur líklega ekki meira þátt í Evrópumótinu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í sigri Belga á Portúgal í gær. Hazard fór meiddur af velli.

Hazard sem hefur verið mikið meiddur síðustu tvö ár og fékk hann tak aftan í lærið í sigrinum í gær þar sem bróðir hans, Thorgan Hazard skoraði eina mark leiksins.

„Ég held að Evrópumótið sé búið fyrir Eden, hann spilar ekki meira,“ sagði Thibaut Courtois samherji Hazard hjá Real Madrid og Belgíu eftir leikinn.

Ljóst er að það er mikil blóðtaka fyrir Belga að missa Hazard út nú þegar liðið er komið í átta liða úrslit en Kevin de Bruyne hefur einnig verið tæpur á mótinu.

Hazard er þrítugur en hann missti mikið út á síðasta tímabili með Real Madrid og virðist eiga í vandræðum með að vera heill heilsu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Szczesny gerir tveggja ára samning

Szczesny gerir tveggja ára samning
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Í gær

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er
433Sport
Í gær

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“