fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Gullkistan í Sádí-Arabíu í boði ef Gylfi hefur áhuga

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. júní 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fréttum ytra mun Al-Hilal Riyad í Sádí-Arabíu leggja fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson innan tíðar. Félagið hefur lengi haft áhuga á íslenska landsliðsmanninum.

Þannig segir Ekrem Konur blaðamaður í Tyrklandi að Al-Hilal muni bjóða 8,6 milljónir punda í Gylfa. Segir Konur einnig að Everton muni líklega taka tilboðinu.

Konur virðist hafa sterkar tengingar inn í aðila málsins en hann hefur birt fjölda af færslum um málið síðustu daga. Hann segir í dag að nú þurfi að sannfæra Gylfa um að fara til Sádí Arabíu.

Fyrir nokkrum dögum sagði Konur að Gylfi hefði ekki áhuga á að fara til Al-Hilal. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félag frá Sádí-Arabíu reynir að fá Gylfa en það kom einnig upp síðasta sumar. Talsvert var rætt og ritað um framtíð Gylfa Þórs hjá Everton fyrir ári síðan, hann íhugaði aldrei að fara og Everton var ekki með nein plön um að selja hann. „Það kom þannig séð aldrei neitt upp, aldrei frá mér og aldrei frá liðinu. Ég vissi af einhverjum áhuga hér og þar, það var ekki í plönunum hjá mér eða Everton,“ sagði Gylfi Þór í samtali við 433.is á þeim tíma.

Erlendir miðarl hafa sagt frá tilboði sem Gylfi fékk frá Sádí Arabíu fyrir ári síðan, þar er vel borgað en það heillaði ekki Gylfa. „Nei, ég var ekkert að fara þangað,“ sagði Gylfi fyrir ári síðan í viðtali við 433.is.

Ljóst er að Gylfi sem er sagður þéna 850 milljónir á ári hjá Everton getur fengið ríflega launahækkun hjá Al-Hilal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman